Gjafaleit


Ítarleg leit

Könnun

Hvenær byrjar þú að kaupa jólagjafirnar ?

  

 


 
Spurningar og svör:

Hvernig gengur skráning fyrir sig?


* Þú smellir á nýskráning, hnappur hér að ofan, setur inn viðeigandi upplýsingar, velur þann fjölda af vörum sem þú vilt koma á framfæri og sendir okkur.


* Við opnuð fyrir aðganginn þegar þú hefur greitt fyrir þjónustuna og þú færð staðfestingu senda í tölvupósti.


  * Þú færð aðgang að fullkomnu skráningarkerfi (vöru umsjón) þar sem þú skráir inn þínar vörur, ákveður hvaða flokka varan tilheyrir, fyrir hvern varan er og setur verðið á vöruna. Þú getur sett inn mynd af vörunni. Þú getur fylgst með hversu oft smellt er á vöruna þína  -  Einfalt og þægilegt kerfi.


   Gjafavaran þín er þá komin í leitarkerfið.


   UM SKRÁNINGU:


   1. Geta einstaklingar skráð inn vörur ?
   Já, einstaklingar geta skráð inn vörur jafnt sem fyrirtæki.


   2. Get ég breytt nafni á söluaðila eða kennitölu eftir á ?
   Nei. Það er ekki hægt að breyta þeim atriðum. Stjórnandi síðunnar getur einn lagfært skráninguna.

    

   3. Get ég breytt símanúmeri fyrirtækis, netfangi og tengilið. ?
   Já, það er hægt að breyta þessum atriðum og fleirum.

    

   4. Get ég sett inn t.d. opnunartíma ?
   Já, þú getur sett inn ýmsar upplýsingar, t.d. opnunartíma, símanúmer, vefsíðu og margt fleira. Auðvelt er að breyta þessum upplýsingum.


   5. Hvað kostar að setja inn vörur ?
   Það fer eftir því hversu margar vörur þú vilt setja inn. Lægsta verðið er 5.000 kr. fyrir allt að 10 vörur, 10.000 kr. fyrir allt að 50 vörur, 15.000 fyrir 100 vörur, 20.000 fyrir 200 vörur, og 25.000 fyrir allt að 300 vörur. (Vsk. innifalið)  Þetta er árgjald fyrir árið 2014.


   6. Þarf ég að borga fyrir aðganginn að sölu/ skráningarkerfinu ?
   Nei, þú greiðir aðeins fyrir þær vörur þú vilt setja inn. Lægsta verðið er 5.000 kr. fyrir allt að 10 vörur.


   7. Hversu langan aðgang hef ég að sölu/skráningarkerfinu?
   Þú greiðir fyrir aðgang sem gildir fram að næstu áramótum.

    

   8. Hvað er lengi verið að opna þessa þjónustu fyrir mig ?
   Þegar þú hefur skráð þig og greitt aðganginn tekur það ekki nema um 1 - 2 sólarhringa að opna fyrir þig.

    

   9. Hvað ef ég vil ekki vera með vöruna inni á ákveðnu tímabili, hvað get ég þá gert ?
   Þegar þú hefur skráð vöruna inn í kerfið, þá getur þú með einföldum hætti lokað fyrir birtingu á einni eða fleiri vörum. Getur svo hvenær sem er opnað, eða lokað  - með einum takka.


   10. Get ég selt t.d. gjafabréf eða gjafakort ?
   Þú getur selt hvað sem er, svo framarlega sem það brjóti ekki í bága við lög.


   UM VÖRUR:


   1. Ef ég kaupi pláss t.d. fyrir 10 vörur og vil bæta við fleiri vörum - er það hægt ?
   Já, Þú sendi okkur póst og óskar eftir breytingu og greiðir fyrir mismuninn upp í það vörupláss sem þú óskar eftir.

   2. Er hægt að eyða út vöru ?
   Já, Þú ferð inn í vöruumsjón þar er takki við hverja vöru til að eyða.

   3. Ef ég panta fyrir 10 vörur og nýti mér það, eyði svo út t.d. 2 vörum, get ég þá sett inn aðrar tvær  vörur í staðinn.
   Já, Þú greiðir fyrir ákveðið vörupláss og getur hvenær sem er eytt út og sett inn aðrar vörur upp að því hámarki sem þú pantaðir.

   4. Er hægt að breyta verði eða lýsingu á vöru ?
   Já, Þú ferð inn í vörumsjón og smellir þar á nafnið á vörunni og þá er hægt að breyta bæði verði og lýsingu á vörunni.


   5. Er hægt að setja inn vörur en bíða með að birta hana fyrir almenningi ?
   Já, Þú ferð inn i vörumsjón og smellir þar á nafnið á vörunni og þar er val um það hvort að varan á að birtast eða ekki. Sjálfvirk stilling er að varan birtist, þannig að þú þarft þá að haka við "ekki í birtingu" ef þú vilt að að varan birtist ekki. Svo þegar þú vilt birta vöruna, þá breytir þú þessu í " í birtingu".

   6. Er hægt að sjá hvaða vörur eru í birtingu og hvaða vörur eru ekki í birtingu ?
   Þú ferð inn i vörumsjón. Aftan við nafnið á vörunni er lítið tákmerki sem segir til um hvort að varan sé í birtingu eða ekki. Ef merkið er grænt, þá er varan í birtingu, en ef merkið er rautt þá er varan ekki í birtingu.

   7. Er hægt að sjá hversu oft hefur verið smellt á vöruna ?
   Þú ferð inn i vörumsjón og aftan við nafnið á vörunni sérðu hversu oft er búið að smella á vöruna. En sú tala segir ekki til um það hversu varan hefur birtst oft á forsíðunni, það er auðvitað miklu oftar.

   8. Get ég séð hversu margar vörur eru komnar inn hjá mér og hversu margar vörur ég get sett inn til viðbótar ?.
   Já, Þú ferð inn i vörumsjón og þar er hægt að sjá þessar upplýsingar.

   9. Hvað má ég nota marga stafi í nafni vöru og lýsingu á vöru ?
   Já, Það er gert ráð fyrir að nafnið á vörunni verði ekki lengra en 24 stafir. En fjöldi stafa í nánari lýsingu má vera allt að 400.

   10. Þarf ég að merkja við alla mörguleika þegar ég set inn vöru ?
   Spurðu þig þessarar spurningar: Fyrir hvern er varan? Þvi nákvæmari sem þú ert, þegar þú skráir vöruna, því meiri lýkur að rétta gjöfin finnist. Endilega veldu rétt tilefni, kyn, aldur, flokkur. Settu vöruna í viðeigandi flokka eftir bestu samvisku.

   11. Get ég sett vöruna í fleira en eitt tilefni?
   Já, Þú ferð inn i vörumsjón og smellir þar á nafnið á vörunni og þá er hægt að fjölga eða fækka tilefnunum sem varan er í.

   12. Get ég sett vöruna í fleiri en einn flokk ?
   Já, Þú ferð inn i vörumsjón og smellir þar á nafnið á vörunni og þá er hægt að fjölga eða fækka flokkum sem varan er í.

   13. Get ég sett inn í verðið t.d. verð "frá 5.000" kr. eða "6.000 til 8.000" kr.
   Nei, það má eingöngu skrá upphæðina (ekki skrifa kr.) Ekki skrifa frá eða til, ekki  nota punkt eða kommur og ekki skrifa kr.eða krónur.

   14. Hvað verður gert ef ég set vöruna í rangan flokk ?
   Ef við fáum ábendingu eða kvörtum þá skoðuð við það og höfum svo samband við söluaðilann.


   UM MYNDIR:


   1. Get ég sett inn mynd með vörunni ?
   Já, það er boðið upp á það þegar þú setur inn vörur,  þú getur svo alltaf skipt út myndinni.


   2. Ef ég set inn vöru en set enga mynd inn, hvað gerist þá ?
   Lýsing á vörunni birtist, og við lýsinguna birtist setningin "það vantar mynd"

   3. Ef ég á ekki mynd af vörunni, get ég notað myndir t.d. af einhverri vefsíðu?
   Við skiptum okkar ekkert af því hvaða myndir þú setur inn, svo framarlega að það misbjóði ekki almenningi.

   4. Á hvaða formati eiga myndirnar að vera ?
   Það er langbest að nota jpg myndir

   5. Hvað meiga myndirnar vera stórar?
   Mælt er með að myndir séu ekki stærri en 2 megabæt ( 2 mb), annars er hætta á að þær birtist ekki.

   6. Er einhver lágmarkstærð á myndum ?
   Mælt er með að myndir séu ekki minni en 400 pixla á lengri kantinn. Hæfileg stærð er 500 til 1500 pixlar á lengri kantinn (sem er um 100 KB - 1 MB).  Myndakerfið sér svo um að minnka allar myndir sjálfvirkt í sömu stærð  þ.e.a.s. 450 pixlar á lengri kantinn.

   7. Hvernig set ég inn mynd  með vörunni ?
   Neðst á síðunni er reitur merktur mynd. Þar smellir þú á velja. Þá verður þú að finna mynd úr tölvunni þinni sem þú vilt nota. Velur myndina og samþykkir hana.

   8. Hvernig get ég skipt út mynd  ?
   Þú ferð inn á vöruumsjón, smellir á vöruna. Neðst á síðunni er myndin og þar stendur "eyða mynd" Þú smellir á "eyða"  Svo smellir þú á velja. Velur svo mynd úr tölvunni þinni sem þú vilt nota.

   9. Ef mig langar til að taka mynd og setja hana inn, hvernig er best að taka myndina ?
   Mælt er með því að setja vöruna á hlutlausan bakgrunn, t.d. hvítan eða frekar ljósan ef varan er frekar dökk. Ef varan er ljós, þá er betra að vera með dekkri bakgrunn. Reyndu að fara eins nálægt vörunni og hægt er til að varan verði sem mest áberandi. Ágætt er að notast við dagsbirtuna ef að flassmyndatakan heppnast ekki.


   ATH: Ítarlegar leiðbeiningar eru á síðunni fyrir skráða notendur.

    

   Smelltu hér til að skrá þig sem söluaðili.