Gjafaleit


Ítarleg leit

Könnun

Hvenær byrjar þú að kaupa jólagjafirnar ?

  

 


 
Um Gjafahugmyndir.is

Gjafahugmyndir.is er eins og nafnið gefur til kynna upplýsingavefur og leitarvefur fyrir þjónustufyrirtæki og verslanir eða einstaklinga sem selja vörur og þjónustu sem falla undir hugtakið gjafir.


Á Gjafahugmyndir.is er hægt að leita af gjöfum eftir ýmsum leitarskilyrðum, fyrir ákveðinn aldur, kyn, af mismunandi tilefni og á ákveðnu verðbili. Auk þess er hægt að leita eftir mörgum vöruflokkum.

 

Fyrirtæki / einstaklingar sem vilja skrá sínar vörur eða þjónustu á Gjafahugmyndir.is greiða árgjald fyrir aðgang að fullkomnu skráningar- og vörukerfii  þar sem hægt er að setja inn upplýsingar um vöruna, ásamt mynd, auk ítarlegrar skráningar svo sem fyrir hvern varan er: tilefnið, kyn, aldur, flokka, auk nafn á vöru og lýsingu. Almennur notandi getur svo leitað að vörum eftir þessum skilyrðum.


Gjafahugmyndir.is er ekki söluvefur, heldur er hann hugsaður sem leitarvefur, þar sem safnað er á einum stað upplýsingar um verslanir og þjónustuaðila sem bjóða upp á vöru og þjónustu sem gæti fallið undir flokkinn gjafir. Þar er hægt að sjá upplýsingar um vöruna og seljanda hennar m.a. staðsetningu, opnunartíma, vörur og þjónustu, síma ofl.


Ef þú hefur áhuga á að koma þinni vöru eða þjónustu á framfæri þá skaltu smella hér.

Netfang: Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpósts þjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

Eigandi síðunnar er Íslenska ljósmyndaþjónustan ehf. sem einnig rekur ljosmyndari.is og fjarnamskeid.is

Framkvæmdastjóri Íslensku ljósmyndaþjónustunnar er Pálmi Guðmundsson  gsm 898 3911